Hluthafaspjallið | S02E26 | Þegar reynt var að stöðva útgáfu Tekjublaðsins?
Description
Það hefur oft gengið á ýmsu við útgáfu Tekjublaðs Frjálsrar verslunar og aðilar úti í bæ reynt að koma í veg fyrir að blaðið birti upplýsingarnar. Gaukur Jörundsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, lagðist meira að segja yfir málið á sínum tíma eftir umkvartanir. Fjármálaráðuneytið gaf meira að segja út reglugerð um að það væri bannað að reikna upp úr álagningarskrám. Viðskiptablaðið hafði til margra ára horn í síðu Frjálsrar verslunar fyrri að gefa út upplýsingar um tekjur fólks. En svo keypti útgáfa Viðskiptablaðsins Frjálsa verslun og þá heyrðist annað hljóð í horni. Jón G. Hauksson var ritstjóri Frjálsrar verslunar í 25 ár og ef einhver einn maður er spyrtur við Tekjublaðið er það einmitt Jón G. Og viti menn; Sigurður Már Jónsson var á sínum tíma ritstjóri Viðskiptablaðsins. En er rétt að gefa út þessar upplýsingar. Þeir félagar fara hér yfir sögu Tekjublaðsins. Skemmtileg og fróðleg frásögn.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/